Skýrsla stjórnar

Ávarp formanns

Ég vil þakka öllum félögum í Golfklúbbnum Oddi fyrir samstarfið á nýliðnu starfsári sem var viðburðarríkt líkt og síðasta ár.  Völlurinn kom undan vetri í mjög slæmu ástandi og má segja að þrettán grín hafi verið ónýt.  Mikil vinna starfsmanna við að koma vellinum af stað sýndi lítinn árangur fyrr en í júlí og í byrjun ágúst héldum við í Golfklúbbnum Oddi glæsilegasta Íslandsmót seinni ára.  Vil ég þakka sérstaklega Tryggva Ölver Gunnarssyni vallarstjóra og hans fólki fyrir að hafa unnið algert afrek við það að gera svæðið allt svona glæsilegt.

Félagsmenn Golfklúbburinn Oddur

0
FÉLAGAR
0,8%
KONUR
0,2%
KARLAR
[wpdatatable id=8]
[wpdatachart id=1]
[wpdatachart id=2]

Skýrsla afreksnefndar

Okkar keppnisfólk náði góðum árangri á árinu. Keppnissveit karla í 50 + sigraði 2. deild karla. Við áttum frábæra  fulltrúa á Íslandsmótinu í golfi sem haldið var á heimavelli í ár með glæsibrag svo um var talað.  Áttum flotta fulltrúa í klúbbakeppnum í meistaraflokkum karla og kvenna og flokkum eldri kylfinga karla og kvenna. Sendum keppnislið á Íslandsmót 12 ára og yngri og 14 ára og yngri og mikil aukning hefur verið í barna og unglingastarfi á árinu og framtíðin því björt.

LESA MEIRA

Félagsstarf 2023

Félagsstarfið í ár snerist að mestu leiti í kringum mótahald og veisluhöld að þeim loknum. Farið var í glæsilega afmælisgolfferð á árinu til að fagna 30 ára afmæli klúbbsins.  Að sjálfsögðu voru okkar konur í kvennanefndinni duglegar að halda úti hefðbundnum viðburðum og um það er hægt að lesa í skýrslu kvennanefndar.

LESA MEIRA

Ársreikningur GO 2023

Rekstur Golfklúbbsins Odds gekk vel á árinu 2023. Ljúflingur og æfingasvæði GO skiluðu flottri afkomu og félagafjöldi í GO er í hámarki og í dag eru um 700 manns á biðlista. Hægt er að skoða ársreikning og áætlun næsta árs með því að smella á hnappinn hérna fyrir neðan.

LESA MEIRA