Barna- og unglingastarf GO
Í Golfklúbbnum Oddi býðst börnum og unglingum til að sækja æfingar á vegum klúbbsins næstum allt árið um kring undir handleiðslu PGA kennaranema. Sumartímabilið er frá maí til september og vetrartímabilið er frá nóvember-apríl. Æft er á sumartímabili á svæðinu okkar hjá Urriðavelli en á veturna er æft inni í golfæfingaaðstöðunni sem staðsett er í Kórnum í Kópavogi.
Barna og unglingastarfið í klúbbnum fór á fullt eftir nokkurt hlé eftir að Hrafnhildur Guðjónsdóttir, klúbbmeistari kvenna, var ráðin inn sem íþróttastjóri GO í janúar síðastliðinn með það hlutverk að hefja uppbyggingu á barna- og unglingastarfi félagsins. Æfingar voru settar af stað þann 17. janúar 2023 í Kórnum Kópavogi, boðið var upp á æfingar fyrir 9-18 ára tvisvar sinnum í viku á þriðjudögum og fimmtudögum yfir vetrartímabilið.
Frábær stígandi hefur verið í barna og unglingastarfi GO á árinu sumar en við hófum árið með enga skráða iðkendur en þegar sumarstarfi lauk voru iðkendur orðnir 44. Hrafnhildur Guðjónsdóttir, íþróttastjóri, setti sér markmið í uppbyggingu starfsins í sumar, en til að ná þeim markmiðum var fljótlega ljóst að hún yrði að fá fleiri með sér í þjálfunina. Auður Björt kom því inn í þjálfun í barnastarfinu í lok febrúar en þær eru báðar í PGA golfkennaranáminu. Það má með sanni segja að markmiðum sumarsins hafi verið náð og rúmlega það að mörgu leiti og virkilega ánægjulegt að sjá þessa flottu þróun og góða starf sem unnið hefur verið í sumar.
Boðið var upp á 2-3 æfingar í viku yfir sumartímann. Tvær almennar æfingar ásamt spilaæfingu á Ljúflingi þegar ekki voru mót eða aðrir viðburðir.
Urriðamótaröðin
Lögð var áhersla í sumar að krakkarnir í æfingastarfinu geti nálgast íþróttina á eigin forsendum og buðum við upp á mismunandi keppnisleiðir við hæfi ólíkum getustigum. Við byrjuðum með nýja mótaröð fyrir byrjendur í æfingastarfinu okkar. Í sumar vorum við með Urriðamótaröðina, mótaröðin samanstóð af fjórum mótum, þrjú þeirra fóru fram á Ljúflingi en lokamótið fór fram á fyrri 9 holum Urriðavallar á Gullteigum sem settir voru sérstaklega upp fyrir mótið.
Alls tóku 38 einstaklingar þátt í einhverju af Urriðamótunum í sumar. Eitt mót var haldið í hverjum mánuði í sumar. Mikil gleði var við völd í þessari mótaröð þar sem krakkarnir voru að stíga sín fyrstu skref í golfinu.
Uppskeruhátíð barna og unglingastarfsins fór fram fimmtudagskvöldið 28. september og frábær mæting var á lokahófið. Veitt voru verðlaun fyrir mót sumarsins og einstaklingsverðlaun veitt fyrir góðan árangur ásamt því að þjálfararnir, Hrafnhildur og Auður höfðu tekið saman tölfræði um fugla, pör og ýmislegt sem einnig voru veitt verðlaun fyrir.
Urriðamótaröðin – (28.júní, 19.júlí, 16.ágúst & 17.september)
Vinningshafar í Urriðamótaröðinni (2 bestu hringir telja)
12 ára og yngri (stúlkur) 1.sæti -Emilía Sif Ingvarsdóttir 2.sæti -Ásta Sigríður Egilsdóttir 3.sæti -Katrín Emilía og Katrín Lilja (jafnar) |
12 ára og yngri (drengir) 1.sæti – Eiríkur Bogi Karlsson 2.sæti -Aron Snær Pálsson 3.sæti -Garðar Ágúst Jónsson |
13-18 ára (stúlkur) 1.sæti -Fríða Björk Jónsdóttir 2.sæti -Jara Elísabet Gunnarsdóttir 3.sæti -Embla Dís Aronsdóttir |
13-18 ára (drengir) 1.sæti -Guðmundur Óli Jóhannsson 2.sæti -Heimir Örn Andrason |
Keppnisgolf
Næsta skref í keppnisþátttöku er Áskorendamótaröð GSÍ, sem er ætluð forgjafahærri kylfingum undir 18 ára aldri næst er Unglingamótaröð GSÍ sem er ætluð forgjafalægri kylfingum undir 21 árs aldri og loks er Mótaröð þeirra bestu, sem er mótaröð á vegum GSÍ fyrir sterkustu kylfinga Íslands. Okkar markmið er að eiga keppendur á öllum mótaröðum GSÍ á næstu árum. Nú í sumar tóku 10 krakkar þátt á Áskorendamótaröðinni og einn þátt í Unglingamótaröðinni sem eru í æfingastarfinu hjá okkur. Einnig voru 12 úr okkar æfingastarfi sem tóku þátt í einhverjum af mótunum sem fóru fram í Mótaröð þeirra bestu.
Meistaramót barna og unglinga – (1.-3.júlí)
Meistaramótið fór fram í sumarblíðu í júli. Frábært var að sjá hvað margir tóku þátt í þessu skemmtilega móti. Leikið var í barnaflokki (12 ára og yngri) á Ljúflingnum og alls voru 16 krakkar sem tóku þátt. Einnig voru sjö 13-18 ára sem spiluðu á teigum (46) á Urriðavelli. Mótið var frábært í alla staði sem endaði með skemmtilegu lokahófi þar sem verðlaunað var góðan árangur.
1. Sæti – Ásdís Emma Egilsdóttir (38 punktar)
2. Sæti – Emilía Sif Ingvarsdóttir (34 punktar) 3. Sæti – Katrín Emilía Ingvarsdóttir (32 punktar) |
Stúlknaflokkur 12 ára og yngri (2 hringir á Ljúflingi)
Drengjaflokkur 12 ára og yngri (2 hringir á Ljúflingi) | |
1. Sæti – Aron Snær Pálsson (57 punktar)
2. Eiríkur Bogi Karlsson (56 punktar) 3. Hilmar Óli Valgeirsson (39 punktar) |
Drengjaflokkur 12 ára og yngri (2 hringir á Ljúflingi)
Unglingaflokkur 12-14 ára (þrír 9 holu hringir á Urriðavelli)
Unglingaflokkur 15-18 ára (þrír 18 holu hringir á Urriðavelli)
Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri – (25.-27.ágúst)
Golfklúbburinn Oddur sendi tvær keppnissveitir þetta árið. Eina strákasveit og eina stelpusveit. Krakkarnir stóðu sig með stakri prýði og voru klúbbnum til mikils sóma. Strákaliðið okkar kom heim með bikar eftir sigur í sinni deild og stelpuliðið okkar hafnaði í 3.sæti í sinni deild. Mótið var haldið þetta árið á Mýrinni (GKG), Sveinkotsvelli (GK) og Landinu (GR). Mótið var vel skipulagt og krakkarnir fengu góða reynslu í keppnisgolfi.
Íslandsmót golfklúbba 14 ára og yngri
Íslandsmót golfklúbba 14 ára og yngri var haldið á Flúðum 21.-23.júní. Lítið var búið af sumrinu þegar haldið var af stað með fimm stúlkur á aldrinum 12-14 ára á Flúðir. Allar voru þær að stíga sín fyrstu skref í golfinu og gaman var að sjá hvað þær lærðu mikið á mótinu. Góð umgjörð var í mótinu og stelpurnar okkar skemmtu sér konunglega.
Lið GO á Íslandsmóti Golfklúbba 14 ára og yngri á Flúðum 2023
Vetraræfingar
Eftir sumarið fengu krakkarnir í æfingastarfinu mánaðar vetrarfrí áður en æfingar fóru af stað aftur þann 7.nóvember síðastliðinn í Kórnum Kópavogi. Æfingar fara vel af stað og næstum allir í æfingarstarfinu skiluðu sér aftur eftir vetrarfríið.
Ákveðið var að gefa allt í botn þegar Barna- og unglingaráð GO ákvað að æfingaferð hjá æfingastarfinu yrði farin til Costa Ballena á Spáni í apríl 2024. Skráningu er lokið í ferðina og 26 krakkar, 31 aðstandendur og 3 þjálfarar fara með í ferðina. Skráning var langt fram úr björtustu vonum og erum við mjög spennt fyrir komandi æfingarári hjá þessu ört vaxandi starfi sem hefur farið frábærlega af stað seinasta ár.
Í byrjun desember verður farið af stað með stóra fjáröflun þar sem krakkarnir og foreldrar þeirra hafa safnað saman fjöldann allan af vinningum fyrir Happdrætti. Búið verður til spilastokka sem merktir eru GO ásamt einu spili í stokknum sem verður happdrættismiði.
Lokaorð
Við þökkum fyrir frábært og viðburðaríkt ár í barna og unglingastarfinu. Æfingaárið hefur farið fram úr okkar björtustu vonum. Við hlökkum til næstu ára og vonumst til að gera æfingastarfið enn betra á komandi starfsárum.
Áfram GO!