Helstu áherslur Golfklúbbsins Odds í almennu starfi fyrir félagsmenn snúa að því að hlúa vel að okkar innviðum og veita öllum sem greiðastan aðgang að golfvallarsvæðinu, halda úti lifandi félagsstarfi, bjóða upp á fulla þjónustu á meðan svæðið er opið á sumarflatir og viðhalda gæðum og hlúa að okkar einstaka vallarsvæði.
- Við leggjum mikinn metnað í Urriðavöll og okkar umhverfi allt. Golfklúbburinn Oddur er GEO vottaður, sem staðfestir að GO starfar með umhverfi sínu á sjálfbæran hátt.
- Við leggjum áherslu á að gæði æfingasvæðis okkar Lærlings séu góð, boltar eru endurnýjaðir reglulega og mottur á svæðinu einnig.
- Púttflatir við golfskála eru góðar og þeim haldið í samræmi við gæði flata á Urriðavelli sjálfum.
- Aðgangur er að PGA golfkennurum Golf Akademíu Odds sem leggja áherslu á að bjóða upp á fjölbreytni í golfnámskeiðum og halda þeir uppi þjónustu allt árið.
- Virk félagsnefnd hefur staðið fyrir ýmsum viðburðum m.a. reglulegum gönguferðum um svæðið og nágrenni utan golftímabils, fræðslufundum, mannfögnuðum eins og jólahlaðborðum, vínkynningar kvöldum og ýmsum fleiri viðburðum sem oftast eru þá haldnir í samstarfi með veitingaaðilum vallarins eða styrktaraðilum klúbbsins.
- Kvennanefnd GO hefur staðið fyrir virkilega öflugu félagsstarfi kvenna á svæðinu og þar hafa verið haldnir 5-10 viðburðir á þeirra vegum á hverju ári.
- Við leggjum áherslu á að taka vel á móti nýjum félögum með reglunámskeiðum og aðgengi að námskeiðum golfakademíunar.
- Við hvetjum nýliða til virkrar þátttöku í okkar starfi og Ljúflingsaðild er verulega góð og hagkvæm leið til að fá aðild að golfklúbbi innan GSÍ og byrja sín fyrstu skref með spilarétti á Ljúflingi og vinavöllum GO.
Allar nánari upplýsingar um íþróttafélagið er að finna á oddur.is